Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Vilhjálmur Birgisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Alþingi Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun