Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:04 Andrés prins hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Dan Kitwood/Getty Images) Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Lögmenn á vegum Andrésar prins og Giuffre takast nú á um gildi þessa samkomulags fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Lögmenn Andrésar vilja meina að samkomulagið útiloki það að Giuffre geti sótt mál á hendur honum. Lögfræðingar hennar segja hins vegar að samkomulagið sé óviðkomandi málarekstri hennar á hendur prinsinum. Í frétt BBC segir að samkomulagið hafi verið gert árið 2009, þegar Giuffre höfðaði mál á hendur Epstein fyrir kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Málið fór hins vegar aldrei fyrir dómstóla vegna samkomulagsins. Á það að hafa hljóðað upp á greiðslu fimm hundruð þúsund punda, um 65 milljóna króna á gengi dagsins í dag, í skiptum fyrir að halda málinu gegn Epstein, og öðrum mögulegum sakborningum, ekki til streitu. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Tekist verður á um gildi samkomulagsins fyrir dómstóli í New York á morgun. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Lögmenn á vegum Andrésar prins og Giuffre takast nú á um gildi þessa samkomulags fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Lögmenn Andrésar vilja meina að samkomulagið útiloki það að Giuffre geti sótt mál á hendur honum. Lögfræðingar hennar segja hins vegar að samkomulagið sé óviðkomandi málarekstri hennar á hendur prinsinum. Í frétt BBC segir að samkomulagið hafi verið gert árið 2009, þegar Giuffre höfðaði mál á hendur Epstein fyrir kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Málið fór hins vegar aldrei fyrir dómstóla vegna samkomulagsins. Á það að hafa hljóðað upp á greiðslu fimm hundruð þúsund punda, um 65 milljóna króna á gengi dagsins í dag, í skiptum fyrir að halda málinu gegn Epstein, og öðrum mögulegum sakborningum, ekki til streitu. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Tekist verður á um gildi samkomulagsins fyrir dómstóli í New York á morgun.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26. október 2021 14:40
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59