Viktoría er fullbólusett og með kvefeinkenni en annars hraust, að því er fram kemur í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni. Er hún nú komin í einangrun ásamt fjölskyldu sinni. Smitrakning stendur yfir.
Einnig greinir konungshöllin frá því að röskun verði á opinberum erindagjörðum Viktoríu og Daníels Prins næstu sjö daga vegna þessa.

Karl XIV Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning greindust bæði með Covid-19 á mánudag. Konungshjónin hafa fengið þrjá skammta af bóluefni gegn Covid-19 og finna einungis fyrir vægum einkennum, að sögn konungshallarinnar.
Daniel Urso, samskiptastjóri sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið fyrr í þessari viku að enginn annar meðlimur konungsfjölskyldunnar væri með einkenni sem bentu til Covid-19. Konungshjónin hittu börn sín og barnabörn sín yfir jólahátíðina en ekki er talið að þau hafi smitast af þeim.