Danir fljúga á EM í handbolta með almennu farþegaflugi en skilja einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 09:30 Danski landsliðsmarkvörðurinn Jannick Green Krejberg er enn í einangrun vegna kórónuveirusmits. epa/Diego Azubel Heimsmeistarar Dana ferðuðust til Ungverjalands í morgun þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í handbolta. Það voru þó ekki allir sem fengu að fara með í flugið. Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Það er ljóst að smit á þessum tíma gæti haft slæmar afleiðingar fyrir lið sem eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í handbolta þótt að það hafi breytt miklu þegar evrópska handboltasambandið létti á kröfum sínum um fjórtán daga sóttkví eftir smit. SC Magdeburg`s Jannick Green will miss the start of the European Handball Championship in Hungary and Slovakia ...https://t.co/9sTduIQ0Gh— handball-world EN (@hbworldcom) January 9, 2022 Danir ákváðu þrátt fyrir smithættu að fljúga með lið sem í almennu farþegaflugi. Íslenska landsliðið flýgur sem dæmi til Ungverjalands á morgun með einkaflugi. Dönsku leikmennirnir fóru í kórónuveirupróf í gær og greindust þeir allir neikvæðir sem höfðu verið að æfa með liðinu síðustu daga. Danski hópurinn varð þó að skilja eftir einn úr EM-hópnum en það er markvörðurinn Jannick Green. Jannick Green fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi fyrir viku síðan og hafði frá þeim tíma verið í einangrun. Hann fékk síðan aftur jákvæða niðurstöðu í gær og gat því ekki ferðast með liðinu í dag. Hilsen fra @JannickGreen:Tusind tak for alle jeres hilsner. Det varmer! Jeg har forladt lejren og har isoleret mig selv fra andre. Jeg har det efter omstændighederne godt, og jeg håber, at jeg snart kan være med på banen igen. #hndbld pic.twitter.com/bmLSYxWRKt— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 6, 2022 Green hefur verið fastur maður í danska liðinu undanfarin ár en nú er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til móts við liðið. Danir unnu 35-25 sigur á Noregi á laugardaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið. Evrópska handboltasambandið tók upp nýjar sóttvarnarreglur í síðustu viku eftir pressu frá samböndum þjóðanna. Smitaður leikmaður þarf hér eftir að fara í fimm daga einangrun en sleppur úr henni við neikvætt próf. Hann þarf síðan annað neikvæð próf meira en sólarhring síðar til að geta snúið aftur inn á völlinn á þessu Evrópumóti. Fyrsti leikur Dana á EM er á móti Svartfellingum á fimmtudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira