Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa 12. janúar 2022 14:31 Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun