Verðbólga ekki meiri í fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 18:16 Verðbréfahöllin í New York, þar sem dagurinn hefur verið erfiður. AP/Seth Wenig Verðbólga í Bandaríkjunum er nú sjö prósentum meiri en hún var fyrir ári síðan og hefur hún ekki tekið jafn stórt stökk í fjörutíu ár eða frá árinu 1982. Verðlag vestanhafs hefur aukist mjög að undanförnu á sama tíma og yfirvöld landsins hafa dælt peningum inn í hagkerfið og lækkað vexti. Þá hefur neysla aukist mjög samhliða vöruskorti vegna skorts á vinnuafli og hráefnum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs og kannanir vestanhafs sýna að kjósendur eru farnir að hafa meiri áhyggjur af verðbólgunni en faraldri kórónuveirunnar. Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum hefur komið verulega niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og er hann undir miklum þrýstingi varðandi það að snúa þessari þróun við. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingum að Seðlabanki Bandaríkjanna muni byrja að hækka vexti strax í mars og það verði að líklega gert þó nokkrum sinnum á árinu en fjöldinn muni velta á pólitískum þrýstingi. Þá búast hagfræðingar við því að draga muni úr verðbólgu þegar ómíkron-bylgjan gengur niður og neysluhættir Bandaríkjamanna færast í eðlilegt horf. Þá eru einnig vísbendinar um að draga sé úr þeim vandræðum sem leitt hafa til vöruskorts. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þá hefur neysla aukist mjög samhliða vöruskorti vegna skorts á vinnuafli og hráefnum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs og kannanir vestanhafs sýna að kjósendur eru farnir að hafa meiri áhyggjur af verðbólgunni en faraldri kórónuveirunnar. Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum hefur komið verulega niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og er hann undir miklum þrýstingi varðandi það að snúa þessari þróun við. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingum að Seðlabanki Bandaríkjanna muni byrja að hækka vexti strax í mars og það verði að líklega gert þó nokkrum sinnum á árinu en fjöldinn muni velta á pólitískum þrýstingi. Þá búast hagfræðingar við því að draga muni úr verðbólgu þegar ómíkron-bylgjan gengur niður og neysluhættir Bandaríkjamanna færast í eðlilegt horf. Þá eru einnig vísbendinar um að draga sé úr þeim vandræðum sem leitt hafa til vöruskorts.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira