Ef Ísland ætlar sér að fljúga hátt á þessu móti þá þarf Aron að vera upp á sitt allra besta.
„Við ætlum að stimpla okkur almennilega inn. Við erum búnir að tala mikið í þrjú til fjögur ár og nú er það undir okkur komið að sýna hvað við getum,“ segir Aron ákveðinn.
Fyrsti leikur gegn Portúgal er snúinn því þó svo það vanti lykilmenn hjá þeim þá eru Portúgalarnir ólseigir.
„Við þekkjum þá vel og þeir breyta ekkert um leikstíl þó svo það vanti menn hjá þeim,“ segir Aron en hvernig er liðið að koma inn í mótið? Er pressa?
„Við erum fókuseraðir. Við erum staðráðnir í að gera vel. Maður finnur það á fílingnum hvernig stemningin er og hún er allt önnur en á síðustu mótum. Við komum grimmir og fókuseraðir inn í mótið.“