„Við erum ekkert með sérstaka áherslu á því. Við unnum fyrstu tvo á EM síðast. Það er bara næsti leikur,“ segir Aron og býst við erfiðum leik gegn Hollendingum.
„Það að þeir vinni Ungverja segir helling. Þeir eru með frábært lið. Það er alls ekkert vanmat í hópnum enda höfum við ekkert efni á því.“
Handboltinn sem Holland spilar er eins langt frá leiðindunum sem Portúgal býður upp á. Þeir eru hraðir og kvikir.
„Við erum mjög fókuseraðir á að gera vel og þetta er allt annað lið. Undirbúningurinn er hefðbundinn enda kemur Gummi ekki fleiri fundum fyrir.“