Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 08:36 Hér á myndinni má sjá öskuskýið sem stígur upp frá eldfjallinu. Rauði bletturinn á myndinni er Ástralía. AP/NICT Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna. Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna.
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54