Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:37 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af mörkum sínum á móti Portúgal. Getty/Sanjin Strukic Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira