Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 12:16 Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið gaus á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur sem varpað var á Hiroshima við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Fjallið sem sést á myndinni er nánast horfið eftir sprengigosið. AP/Maxar Technologies Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15