Um raforkusölu til neytenda Hinrik Örn Bjarnason skrifar 19. janúar 2022 17:31 N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Neytendur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar