Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 10:01 Deilan snýr að innheimtu innviðagjalds í Vogabyggð, nýju hverfi í Reykjavík sem sést hér. Vísir/Egill. Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi. Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Árið 2019 var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Telja að dómur Hæstaréttar geti haft fordæmisgildi um ýmis mál Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Byggði fyrirtækið meðal annars á því að gjaldið væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina, meðal annars á þeim grundvelli að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðdóms. Sérverk óskaði þá eftir heimild til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar, auk þess sem að fyrirtækið telur dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur Hæstaréttar í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um þau atriði sem tiltekin voru í leyfisbeiðninni. Var því fallist á beiðnina um áfrýjunarleyfi.
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57 Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00 Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15 Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00 Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00 Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 29. júní 2020 17:57
Stefna vegna innviðagjalda „frekar vanhugsuð verktakagræðgi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir boðað dómsmál vegna innviðagjalda borgarinnar til marks um verktakagræðgi. 9. október 2019 14:00
Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. 9. október 2019 06:15
Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 06:00
Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4. febrúar 2019 12:00
Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu. 4. febrúar 2019 07:30