Þrír Íslendingar meðal þrjátíu bestu handboltamanna heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 14:15 Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á fimmtíu manna lista sem TV2 gaf út yfir bestu handboltamenn heims. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Norski miðillinn TV2 hefur sett saman lista yfir 50 bestu handboltamenn heims. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum og er enginn þeirra neðar en 28. sæti. Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti. Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti.
Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira