Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 00:01 Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline segir óvíst hvort aðilar í ferðaþjónustu ráði við að hafa starfsfólk í vinnu. Stöð 2 Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira