Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 18:57 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, við uppkvaðningu dóms þann 7. janúar síðastliðinn. Getty/Morton-Pool Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00