Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 15:49 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. Um tvö þúsund hermannanna verða sendir frá Fort Bragg í Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands. Þeir verða sendir af stað í vikunni. Þá verða um þúsund hermanna sem eru þegar í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Gífurleg spenna er í Austu-Evrópu en Rússar hafa komið fleiri en hundrað þúsund hermönnum fyrir víða við landamæri Úkraínu, auk skriðdreka, vopna og flugvéla. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þar á meðal er Rúmenía en kröfum Rússa hefur þegar verið hafnað og viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu eru strand. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar hefur Biden sagt að ekki standi til að senda hermenn til Úkraínu og koma með beinum hætti að vörnum landsins komi til innrásar. Hins vegar hafa Bandaríkin sent vopn til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tjáði sig í fyrsta sinn um ástandið í gær og þá sakaði hann Bandaríkin um að reyna að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Svörum NATÓ við kröfum Rússa var lekið til El País (áskriftarvefur) en þar segir að hernaðarbandalagið sé varnarbandalag og ógni Rússum ekki á nokkurn hátt. Eina markmið þeirra sé að stuðla að friði og frelsi í Evrópu og Norður-Ameríku. Þar var kallað eftir frekari viðræðum og ítrekað að innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 væri ólögleg og sömuleiðis þyrfti að binda enda á átökin í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðar sem studdir eru af Rússum hafa náð tökum á stórum svæðum. Þá leggur NATÓ til að ríki Evrópu virði fullveldi og landamæri annarra ríkja og ráðamenn forðist ógnanir. Þá segir sömuleiðis að Rússar ættu að fjarlægja hersveitir sínar í Úkraínu, Georgíu og Moldóvu og að þær séu innan landamæra þessara ríkja án heimildar frá þarlendum yfirvöldum. Í svörunum, sem lesa má hér, má einnig finna fjölda annarra ráðleggingar sem NATÓ segir að myndu hjálpa til við að tryggja frið. Þar segir þó einnig að í meira en 30 ár hafi forsvarsmenn NATÓ reynt að mynda gott samband við Rússa. Engu öðru ríki hafi verið boðnar sambærilegar aðgerðir í gegnum árin en ráðamenn í Rússlandi hafi brotið gegn því trausti sem þeim hafi verið sýnt og ógnað grunnstoðum þess kerfis sem hafi verið komið á til að tryggja frið í Evrópu og í heiminum. Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30 Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Um tvö þúsund hermannanna verða sendir frá Fort Bragg í Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands. Þeir verða sendir af stað í vikunni. Þá verða um þúsund hermanna sem eru þegar í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Gífurleg spenna er í Austu-Evrópu en Rússar hafa komið fleiri en hundrað þúsund hermönnum fyrir víða við landamæri Úkraínu, auk skriðdreka, vopna og flugvéla. Rússar hafa krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu. Þar á meðal er Rúmenía en kröfum Rússa hefur þegar verið hafnað og viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu eru strand. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar hefur Biden sagt að ekki standi til að senda hermenn til Úkraínu og koma með beinum hætti að vörnum landsins komi til innrásar. Hins vegar hafa Bandaríkin sent vopn til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tjáði sig í fyrsta sinn um ástandið í gær og þá sakaði hann Bandaríkin um að reyna að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Svörum NATÓ við kröfum Rússa var lekið til El País (áskriftarvefur) en þar segir að hernaðarbandalagið sé varnarbandalag og ógni Rússum ekki á nokkurn hátt. Eina markmið þeirra sé að stuðla að friði og frelsi í Evrópu og Norður-Ameríku. Þar var kallað eftir frekari viðræðum og ítrekað að innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 væri ólögleg og sömuleiðis þyrfti að binda enda á átökin í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðar sem studdir eru af Rússum hafa náð tökum á stórum svæðum. Þá leggur NATÓ til að ríki Evrópu virði fullveldi og landamæri annarra ríkja og ráðamenn forðist ógnanir. Þá segir sömuleiðis að Rússar ættu að fjarlægja hersveitir sínar í Úkraínu, Georgíu og Moldóvu og að þær séu innan landamæra þessara ríkja án heimildar frá þarlendum yfirvöldum. Í svörunum, sem lesa má hér, má einnig finna fjölda annarra ráðleggingar sem NATÓ segir að myndu hjálpa til við að tryggja frið. Þar segir þó einnig að í meira en 30 ár hafi forsvarsmenn NATÓ reynt að mynda gott samband við Rússa. Engu öðru ríki hafi verið boðnar sambærilegar aðgerðir í gegnum árin en ráðamenn í Rússlandi hafi brotið gegn því trausti sem þeim hafi verið sýnt og ógnað grunnstoðum þess kerfis sem hafi verið komið á til að tryggja frið í Evrópu og í heiminum.
Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður NATO Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30 Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26
Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. 29. janúar 2022 10:30
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Bandaríkjamenn hafa hafnað kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinað að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO. 27. janúar 2022 07:06
Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24