Syrgja góðan vin og félaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2022 20:01 Flaggað var í hálfa stöng við skólann í dag. Vísir/Tryggvi. Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær. Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“ Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Maðurinn ungi, nítján ár, lést í gær þegar var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Samfélagið á Laugum er lítið en þétt. Þar er hugur allra hjá aðstandendum nemandans sem lést. „Við erum náttúrulega ákaflega sorgmæt en stöndum þétt saman og reynum að komast í gegnum daginn og dagana hérna framundan en hugur okkar og nemenda er hjá þeirra góða vini og félaga og aðstandendum hans,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þónokkur vitni urðu að slysinu og hefur verið boðið upp á áfallahjálp vegna þess í gær og í dag. Þá hefur mikill stuðningur borist frá nærliggjandi framhaldsskólum sem sent hafa starfsfólk sitt á Laugar til stuðnings. Fjölmennt var í skólanum í dag, þar sem nemendur, starfsfólk og aðrir nutu stuðnings hvers annars og fagaðila. „Hér er gríðarlega mikið af fólki að hjálpa okkur að halda utan um nemendur og starfsfólk og auðveldar okkur að sigla í gegnum þennan skafl,“ segir Sigurbjörn Árni sem er þakklátur fyrir stuðninginn og hlýhug sem hafi borist í Þingeyjarsveit. „Það er bara alveg ómetanlegt. Ég þakka fyrir allar góðar kveðjur sem nemendum, starfsfólki og skólanum hafa borist og mjög gott að finna að hugur allra er hjá okkur og bak við okkur,“ segir Sigurbjörn Árni. Skólastarf féll niður í dag og farið verður hægt af stað í næstu viku. „Á morgun byrjum við með samverustund í fyrramálið. Svona förum við rólega inn í daginn og leyfum þeim að koma sem vilja og vera eins og þeir vilja og smám saman munum við ná takti í næstu viku en auðvitað mun þetta hafa einhver áhrif út önnina, alveg klárlega og jafn vel lengur,“ segir Sigurbjörn Árni. Um hundrað nemendur eru í skólanum, sem er heimavistarskóli, samfélagið sem fyrr segir lítið, en þétt. „Við bara höldum mjög þétt utan um hvert annað og styðjum hvert annað. Syrgjum saman og aðstoðum eins og best verður á kosið.“
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13 Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík. 3. febrúar 2022 10:13
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48