Brotið gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 13:00 Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar