Erlendum ríkisborgurum á Íslandi gæti fjölgað um tæp 30 þúsund á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 19:21 Halldór Benjamín Þorbergsson segir mikla þörf á innflutningi fólks til að starfa á flestum sviðum atvinnulífsins á næstu árum. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar fjölga sér ekki nóg um fyrirsjáanlega framtíð til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllu sviðum samfélagsins. Erlendum íbúum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum til að bæta þetta upp og hlutfall þeirra af mannfjölda landsins á eftir að aukast hratt á næstu árum. Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undanfarin áratug og á allra næstu árum er að eiga sér stað hröð samfélagsbreyting á Íslandi sem ekki margir gefa gaum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér þar sem fæðingartíðnin fór niður í 1,7 á hverja konu í landinu fljótlega eftir hrun. Hún þarf að vera 2,1 til að þjóðin fjölgi sér. Öll fólksfjölgun undanfarinna ára hefur því gerst með flutningi fólks frá öðrum löndum hingað til lands. Þar er ekki verið að tala um flóttafólk heldur fólk sem atvinnulífið á Íslandi hefur sárlega þurft á að halda. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vakti nýlega athygli á að spár gerðu ráð fyrir að vinnandi fólki þyrfti að fjölga um fimmtán þúsund á næstu fjórum árum. Þar af kæmu þrjú þúsund Íslendingar á vinnualdri sem þýddi að tólf þúsund þyrftu að koma annars staðar frá. En hvernig eru innviðir samfélagsins búnir undir að taka á móti þeim fjölda? „Ég held að það verði veruleg áskorun á næstu árum. En ég legg áherslu á að þetta er lífskjaramál fyrir okkur öll. Við þurfum fleiri hendur á vinnandi aldri og við erum ekki að fjölga okkur sem skyldi. Ef við ætlum að standa undir þeim lífskjarabata sem við erum öll sammála um að við viljum sjá á næstu árum er alveg ljóst að við þurfum vinnandi hendur. Það þarf að hefja undirbúning að því ekki seinna en strax,“ segir Halldór Benjamín. Erlendir íbúar gætu fyllt Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð Heimild/Hagstofa Íslands Árið 2012 voru íslenskir ríkisborgarar rúmlega 298 þúsund og þá bjuggu tæplega 21 þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu eða sjö prósent mannfjöldans. Það hlutfall hélst nokkuð stöðugt fram til ársins 2016 þegar það tók að hækka og var komið í 14 prósent árið 2021. Þá hafði fjöldi erlendra íbúa ríflega tvöfaldast og kominn í rúm 51 þúsund. Og vöxturinn heldur áfram. Því samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu fimm ára verða íbúar af erlendum uppruna orðnir rúmlega 82 þúsund árið 2026. Það er svipaður fjöldi og býr í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til samans í dag. Þeir verða þá 20 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Heimild/Hagstofa Íslands Bara húnsæðismálin, hvar á að koma þessu fólki fyrir? „Það er í rauninni sama hvaða tölur við miðum við og þær geta verið misjafnar. Þetta eru fleiri þúsundir manna sem um er að tefla á næstu árum. Það er alveg ljóst að það þarf að byggja upp innviði til að taka á móti þessu fólki. Hluti af þessu eins og þú bendir réttilega á er húsnæðismarkaðurinn. Þar þarf auðvitað stórátak. Við þurfum að byggja meira, við þurfum að byggja hraðar og við þurfum að byggja ódýrar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Hér sé ekki um að ræða innflutning á fólki til tímabundinna sérverkefna á afmörkuðum sviðum. „Nei síður en svo. Við þurfum fólk til að flytja til Íslands til að sinna öllum þeim störfum sem við þekkjum. Við þurfum að auka flóruna á öllum sviðum mannlífs. Hluti af þessu vel að merkja er að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu með íslenskukennslu og þar fram eftir götunum. Og þessar spár sem liggja fyrir núna munu raungerast. Spurningin er bara hversu mörg ár það mun taka fyrir þær að rætast,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira