Háskóli hluta Íslands Einar Freyr Elínarson skrifar 8. febrúar 2022 11:00 Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Byggðamál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur lengi verið eftirbátur annarra skóla þegar kemur að framboði og gæðum fjarnáms. Það er ekki skoðun heldur staðreynd byggð á tölum um framboð fjarnáms. Ástæðurnar eru óljósar fyrir því að skólinn virðist staðráðinn í að viðhalda frekar þeim úreltu viðhorfum að nauðsynlegt sé að sitja í skólastofu í borginni. Forstöðumenn skólans hafa gefið fögur fyrirheit um að það horfi til betri vegar og að auka eigi framboð fjarnáms. Fjölmargir geta hins vegar vitnað um það að fátt gefur tilefni til þess að vera bjartsýnn um að staðið verði við þau fyrirheit. Viðhorf skólans til þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa reynt að nema við skólann hafa oft á tíðum verið ótrúlega ómálefnaleg og óskiljanleg. Af mörgum kennurum er lögð höfuðáhersla á að nemendur mæti á staðinn – hreinlega af því bara og telja sig ekki þurfa að færa fyrir því nein rök. Verði handvömm á því að fyrirlestur komist til skila á netið er einfaldlega sagt; þetta er ekki fjarnám og þið eigið að mæta á staðinn. Það sem helst dregur úr trú manns á að skólinn bæti ráð sitt er það stórfurðulega viðhorf HÍ að ekki eitt einasta stöðugildi við skólann geti verið án staðsetningar. Þannig virðist skólinn handviss um það að hvergi á Íslandi, nema á höfuðborgarsvæðinu, sé að finna einstaklinga sem séu til þess færir að kenna við Háskóla Íslands, nema að flytja rakleiðis í borgina og taka upp aðsetur í fílabeinsturninum. Hvers vegna ætti maður að treysta stjórnendum skólans til þess að koma til móts við mögulega nemendur af landsbyggðinni fyrst þetta eru ríkjandi viðhorf í starfsmannamálum? Fyrir þá sem vilja búa utan höfuðborgarsvæðisins getur skipt gríðarlegu máli að hafa möguleika til að læra það sem er innan þeirra áhugasviðs. Háskóli Ísland býður upp á ótrúlega fjölbreytt námsframboð og það er sorglegt að fólk sem býr á landsbyggðinni skuli ekki getað notið þess framboðs án þess að flytja í borgina. Fyrir því eru engin málefnaleg rök í dag. Það voru ótrúlega ánægjuleg tíðindi að lesa um daginn að ráðherra háskólamála Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skyldi gefa það út að nær öll störf í ráðuneyti hennar yrðu auglýst sem störf án staðsetningar. Vonandi munu fleiri ráðherrar fylgja hennar fordæmi. Ég skora á Áslaugu Örnu að funda með rektori Háskóla Íslands og koma því til leiðar að allt nám, sem ekki þarf í eðli sínu að vera staðnám, verði héðan í frá skilgreint sem án staðsetningar og þannig í boði sem fjarnám. Þó fyrr hefði verið! Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun