Ósýnilegu björgunarsveitirnar Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:00 Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun