Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 21:37 Orkan er hluti af Skeljungi. Vísir/Vilhelm Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Heildarhagnaður Skeljungs í fyrra var 6.932 milljónir króna en hann hækkaði um 5.845 milljónir á milli ára en hann var 1.087 milljónir árið 2020. Tekjur voru 33.903 milljónir, samanborið við 25.643 milljónir árið 2020. Eigið fé var 16.448 milljónir, samanborið við 9.921 milljón árið 2020 og handbært fé frá rekstri var 2.754 milljónir, samanborið við 1.812 milljónir árið 2020. Skeljungur var stofnaður árið 1928 og var félagið rekið sem olíufélag í 93 ár. Nú er sá tími liðinn. Í kynningu Skeljungs vegna ársuppgjörs þess segir að áhersla verði lögð á þróun á nýjum tækifærum með félögum í eignasafni með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Áhugasamir geta kynnt sér uppgjör Skeljungs frekar hér. Í tilkynningu frá Skeljungi er haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, forstjóra, að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð og stolt af árangri síðasta árs. „Samhliða skipulagsbreytingum, sölu dótturfélagsins P/F Magn í Færeyjum og rekstrarlegri uppskiptingu með stofnun þriggja dótturfélaga tókst samstæðunni að skila bestu EBITDA afkomu frá upphafi. Þá skilaði Skeljungur mesta hagnaði í sögu félagsins eða rúmlega 6,9 milljörðum króna. Starfsfólk félagsins á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í þessum stóru verkefnum. Afkoma fjórða ársfjórðungs var góð og batnaði verulega milli ára, einkum af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar á Íslandi. Rekstur Löðurs og Dælunnar varð hluti af samstæðu Skeljungs frá og með 1. ágúst. Lyfsalinn, sem er 58% í eigu Skeljungs, keypti Lyfjaval sem m.a. rekur bílaapótekið í Hæðasmára. Rekstur Lyfsalans kom inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi samhliða viðbótarfjárfestingu okkar í Lyfsalanum. Með þessum nýju félögum höfum við fjölgað tekjustoðum, aukið fjölbreytileika og styrkt félagið til framtíðar. Skeljungur ákvað að skerpa á áherslum í rekstri með stofnun þriggja dótturfélaga sem er að fullu í eigu félagsins þ.e. Orkan IS ehf., félag í smásölu , Skeljungur IS ehf., sala til fyrirtækja og heildsala og Gallon ehf., rekstur birgðastöðva. Uppskiptingin kom til framkvæmda þann 1. desember 2021. Byrjunin í rekstri þessara félaga lofar mjög góðu. Vinna við frágang á sölu fasteigna stendur yfir en með sölu þeirra mun Skeljungur eignast hlutafé í Kaldalóni hf. og fasteignarþróunarfélagi með Reir. Stefnt er að því að ljúka þeim viðskiptum á fyrsta ársfjórðungi 2022. Við sölu fasteigna, eignarhluta í Magn og rekstrarlega uppskiptingu verður til sterkt móðurfélag með mikla fjárfestingagetu. Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga. Fyrir aðalfund 2022 liggur fyrir tillaga um að breyta nafni félagsins í SKEL fjárfestingafélag. Það er ný og spennandi vegferð framundan fyrir félagið og dótturfélög þess.“ Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44 Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09 Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Heildarhagnaður Skeljungs í fyrra var 6.932 milljónir króna en hann hækkaði um 5.845 milljónir á milli ára en hann var 1.087 milljónir árið 2020. Tekjur voru 33.903 milljónir, samanborið við 25.643 milljónir árið 2020. Eigið fé var 16.448 milljónir, samanborið við 9.921 milljón árið 2020 og handbært fé frá rekstri var 2.754 milljónir, samanborið við 1.812 milljónir árið 2020. Skeljungur var stofnaður árið 1928 og var félagið rekið sem olíufélag í 93 ár. Nú er sá tími liðinn. Í kynningu Skeljungs vegna ársuppgjörs þess segir að áhersla verði lögð á þróun á nýjum tækifærum með félögum í eignasafni með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Áhugasamir geta kynnt sér uppgjör Skeljungs frekar hér. Í tilkynningu frá Skeljungi er haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, forstjóra, að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð og stolt af árangri síðasta árs. „Samhliða skipulagsbreytingum, sölu dótturfélagsins P/F Magn í Færeyjum og rekstrarlegri uppskiptingu með stofnun þriggja dótturfélaga tókst samstæðunni að skila bestu EBITDA afkomu frá upphafi. Þá skilaði Skeljungur mesta hagnaði í sögu félagsins eða rúmlega 6,9 milljörðum króna. Starfsfólk félagsins á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í þessum stóru verkefnum. Afkoma fjórða ársfjórðungs var góð og batnaði verulega milli ára, einkum af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar á Íslandi. Rekstur Löðurs og Dælunnar varð hluti af samstæðu Skeljungs frá og með 1. ágúst. Lyfsalinn, sem er 58% í eigu Skeljungs, keypti Lyfjaval sem m.a. rekur bílaapótekið í Hæðasmára. Rekstur Lyfsalans kom inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi samhliða viðbótarfjárfestingu okkar í Lyfsalanum. Með þessum nýju félögum höfum við fjölgað tekjustoðum, aukið fjölbreytileika og styrkt félagið til framtíðar. Skeljungur ákvað að skerpa á áherslum í rekstri með stofnun þriggja dótturfélaga sem er að fullu í eigu félagsins þ.e. Orkan IS ehf., félag í smásölu , Skeljungur IS ehf., sala til fyrirtækja og heildsala og Gallon ehf., rekstur birgðastöðva. Uppskiptingin kom til framkvæmda þann 1. desember 2021. Byrjunin í rekstri þessara félaga lofar mjög góðu. Vinna við frágang á sölu fasteigna stendur yfir en með sölu þeirra mun Skeljungur eignast hlutafé í Kaldalóni hf. og fasteignarþróunarfélagi með Reir. Stefnt er að því að ljúka þeim viðskiptum á fyrsta ársfjórðungi 2022. Við sölu fasteigna, eignarhluta í Magn og rekstrarlega uppskiptingu verður til sterkt móðurfélag með mikla fjárfestingagetu. Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga. Fyrir aðalfund 2022 liggur fyrir tillaga um að breyta nafni félagsins í SKEL fjárfestingafélag. Það er ný og spennandi vegferð framundan fyrir félagið og dótturfélög þess.“
Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44 Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09 Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09
Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57