Lýðræði ungmenna í borginni – breytt einkunnagjöf í íþróttum Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2022 11:31 Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun