Biden fordæmir „hatursfulla“ löggjöf gegn hinsegin fræðslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:29 Andstæðingar frumvarpsins hafa meðal annars áhyggjur af því hvaða áhrif lögin muni hafa á sjálfsmynd hinsegin barna og ungmenna. epa/Cristobal Herrera Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýnir harðlega frumvarp sem liggur fyrir þinginu í Flórída, þar sem kveðið er á um bann gegn því að minnast á samkynhneigð í barnaskólum. Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira