#Kommentsens Matthías Freyr Matthíasson og Þóra Björnsdóttir skrifa 10. febrúar 2022 13:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar