Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 13:47 Bankastjóri Landsbankans segist sperra eyrun þegar viðskiptaráðherra tali. Mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem eru rekin í þágu þjóðarinnar. VísirEinar/Vilhelm Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55