Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Byggðamál Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun