Betri borg fyrir dýr Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa 11. febrúar 2022 15:31 Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Dýr Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Þorkell Heiðarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun