Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 21:08 Jake Sullivan er þjóðaröryggisráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39