Framtíðin er að renna okkur úr greipum Stein Olav Romslo skrifar 12. febrúar 2022 07:31 Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun