Dæmd í sextán mánaða fangelsi eftir að kærastinn myrti son hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 08:44 Rebecca Hogue var dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir morð af fyrstu gráðu. Skjáskot Bandarísk kona hefur verið dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki verndað son sinn, sem var myrtur af kærasta konunnar. Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hin 29 ára gamla Rebecca Hogue var sakfelld fyrir morð af fyrstu gráðu fyrir það að hafa ekki verndað tveggja ára gamlan son sinn, Ryder. Ryder var myrtur af kærasta Hogue, Christopher Trent, á meðan hún var í vinnunni. Kviðdómur í máli Hogue mælti fyrir því að hún yrði dæmd í lífstíðarfangelsi en dómarinn greip fyrir hendurnar á honum og ákvað að sextán mánuðir væru viðeigandi refsing. Við uppkvaðningu dómsins sagði Hogue í yfirlýsingu að hún myndi gera allt til þess eins að geta farið aftur og komið í veg fyrir dauða sonar hennar. Foreldrar ákærðir fyrir glæpina sem þeir fremja ekki „Ég var svo stolt af því að eiga svona fallegt, sterkt, klárt og heilbrigt barn,“ sagði Hogue. „Það eina sem hefur fært mér frið síðustu tvö árin er vitundin um að maðurinn sem gerði þetta er dáinn. Ég veit að barnið mitt er í himnaríki og að Trent er hvergi nálægt honum.“ Dómarinn sagði jafnframt við uppkvaðninguna að Hogue ætti það ekki skilið að deyja í fangelsi. Mál Hogue hefur vakið mikla athygli vestanhafs, bæði í fjölmiðlum og meðal kvenréttindahópa, eftir að hún var ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu. Ákæran var byggð á umdeildum lögum Oklahomafylkis um að hægt sé að ákæra fólk fyrir glæpi, hafi það ekki verndað aðra frá glæpnum (e. failure to protect). Með þeim geta foreldrar, sem ekki vernda börn sín frá misnotkun, verið ákærðir fyrir sömu glæpi og sá sem misnotaði barnið. „Rebecca er saklaus“ Ryder, sonur Hogue, fannst látinn á nýársdag árið 2020. Hogue, sem var nýkomin heim af tólf klukkustunda vakt á krá, kom heim og sá að Ryder andaði ekki. Þáverandi kærasti hennar, Christopher Trent, var þá horfinn. Fjórum dögum eftir andlát Ryders fannst lík Trents í Wichita fjöllum en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Setningin „Rebecca er saklaus“ fannst útskorin í tré rétt hjá líki hans. Rebecca Hogue walking into a Cleveland county courtroom for sentencing. Hogue was found guilty of first degree murder in October. Her boyfriend admitted to killing Hogue’s toddler and then took his own life. She was charged under the failure to protect law. Story on @NEWS9 at 5 pic.twitter.com/5Nh3lU0q7O— Brittany Toolis (@brittany_toolis) February 11, 2022 Réttarmeinafræðingur úrskurðaði að Ryder hafi látist vegna höfuðhöggs og saksóknarar héldu því síðar fram að Trent hafi myrt Ryder. Hogue sagði allt frá upphafi að hún hafi enga hugmynd haft um að Trent væri að beita Ryder ofbeldi, en eftir á að hyggja hafi hún tekið eftir því að Ryder hefði oftar og oftar verið með áverka á líkama sem áttu sér enga augljósa skýringu. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hogue hafði leitað á Google hvernig hægt væri að greina hvort verið væri að misnota barn, sem saksóknarar sögðu merki um það að hún hafi haft einhverja hugmynd um ofbeldið sem Trent beitti Ryder. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að kviðdómendur fengu ekki að sjá mynd af útskornu skilaboðunum sem Trent skildi eftir áður en hann tók eigið líf, og kviðdómendur máttu ekki byggja mat sitt á skilaboðunum. Þá mátti heldur ekki spila upptöku af því þegar aðalrannsóknarlögreglumaðurinn í málinu sagðist efa að Hogue hafi framið nokkurn glæp.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira