Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:19 Patrekur Jóhannesson. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. „Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00