Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru Steinunn Þórðardóttir og Hjördís Ásta Guðmundsdóttir skrifa 18. febrúar 2022 12:31 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun