Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 22:23 Tveir viðmælendur Vísis áætla að allt að 800 manns séu nú strand í Bláa lóninu. Aðsend Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira