Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar