Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:44 Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóðina í nótt. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Rússland Átök í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23