Einfaldara líf á Nesinu Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar