Fjármálaafglöp í glerhúsi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun