Af hverju er þessi hraði vöxtur mögulegur í Svf. Árborg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. febrúar 2022 09:01 Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun