Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2022 04:34 Rússar beindu sjónum sínum snemma að Kherson en skammt frá stendur Kakhovka-stíflan. Svæðið var áður helsta vatnsuppspretta íbúa Krímskaga en úkraínsk stjórnvöld skrúfuðu fyrir kranann þegar Rússar innlimuðu Krím. epa/Maxar Technologies Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira