Þórir tilnefndur sem besti þjálfari heims Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 16:00 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á HM á Spáni í desember. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt um tilnefningar til bestu þjálfara og leikmanna heims árið 2021 og einn Íslendingur er þar á meðal. Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi
Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn
Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don
Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita