Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:15 Roland Eradze kom til Íslands á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá Úkraínu. Stöð 2 Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
„Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira