Forsætisráðherra Ástralíu segir stríðið í Úkraínu ögurstundu fyrir Kínverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2022 08:13 Kínverjar vilja ekki tala um „innrás“. epa/Chamila Karunarathne Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hefur varið afstöðu þarlendra stjórnvalda til átakanna í Úkraínu. Hann segir þau munu tala fyrir friðarviðræðum. Samkvæmt New York Times neitar hann að kalla aðgerðir Rússa „innrás“. Wang hefur ítrekað þá afstöðu Kínverja að þeir virði fullveldi allra ríkja en að Úkraínumenn og bandamenn þeirra þurfi að skilja og koma til móts við öryggissjónarmið Rússa. Þá segir hann samband Kína og Rússlands það mikilvægasta í heimi til að stuðla að heimsfriði, stöðugleika og framþróun. Bæði ríki hefðu skuldbundið sig til að koma í veg fyrir nýtt kalt stríð og forðast að kynda undir hugmyndafræðileg átök. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur varað við ógn nýrrar bylgju alræðishyggju við skipan heimsmálanna og sakað Kínverja um að veita Rússum efnahagslegar bjargir á sama tíma og landið sæti refsiaðgerðum vesturveldanna. Hann segir stríðið í Úkraínu ögurstundu fyrir kínverska ráðamenn, sem verði að sýna fram á að ítrekaðar yfirlýsingar þeirra um að þeir virði fullveldi annarra ríkja séu annað og meira en orðagjálfur. Ekkert ríki væri í betri stöðu til að hafa áhrif á hegðun rússneskra stjórnvalda. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseti hittust fyrir Ólympíuleikana í Pekíng og lýstu því yfir að vinátta ríkjanna væri „takmarkalaus“. Í kjölfar afléttu Kínverjar takmörkunum á hveitiinnflutningi frá Rússlandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó þverneitað fregnum þess efnis að þau hafi vitað af innrásinni og sagt Rússum að bíða með hana þar til eftir leikana. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Kína Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Wang hefur ítrekað þá afstöðu Kínverja að þeir virði fullveldi allra ríkja en að Úkraínumenn og bandamenn þeirra þurfi að skilja og koma til móts við öryggissjónarmið Rússa. Þá segir hann samband Kína og Rússlands það mikilvægasta í heimi til að stuðla að heimsfriði, stöðugleika og framþróun. Bæði ríki hefðu skuldbundið sig til að koma í veg fyrir nýtt kalt stríð og forðast að kynda undir hugmyndafræðileg átök. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur varað við ógn nýrrar bylgju alræðishyggju við skipan heimsmálanna og sakað Kínverja um að veita Rússum efnahagslegar bjargir á sama tíma og landið sæti refsiaðgerðum vesturveldanna. Hann segir stríðið í Úkraínu ögurstundu fyrir kínverska ráðamenn, sem verði að sýna fram á að ítrekaðar yfirlýsingar þeirra um að þeir virði fullveldi annarra ríkja séu annað og meira en orðagjálfur. Ekkert ríki væri í betri stöðu til að hafa áhrif á hegðun rússneskra stjórnvalda. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseti hittust fyrir Ólympíuleikana í Pekíng og lýstu því yfir að vinátta ríkjanna væri „takmarkalaus“. Í kjölfar afléttu Kínverjar takmörkunum á hveitiinnflutningi frá Rússlandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó þverneitað fregnum þess efnis að þau hafi vitað af innrásinni og sagt Rússum að bíða með hana þar til eftir leikana.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Kína Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira