Þú getur hjálpað úkraínskum konum Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar