Rigningin skolar snjónum í burtu en vandinn við stjórn borgarinnar er viðvarandi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. mars 2022 12:31 Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar