Opnum stríðshrjáðu flóttafólki hlýjan faðm Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. mars 2022 19:31 Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Flokkur fólksins Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð. Umfangsmikillar aðstoðar er þörf Margt þessa stríðshrjáða fólks mun setjast að með börn sín í Reykjavík. Þannig getum við átt von á allt að 200 úkraínskum börnum Reykjavíkur innan tíðar. Nú þegar hafa borgarbúar, einkaaðilar og fyrirtæki, sem hafa laust húsnæði eða aukarými, boðið stórum hópi flóttamanna húsnæði í Reykjavík. Þak yfir höfuðið er auðvitað frumskilyrði. Þess vegna er spurt hvort Reykjavíkurborg geti lagt til húsnæði sem allra fyrst en mikill húsnæðisskortur er nú í borginni. Flóttamennirnir koma hingað til landsins allslausir og í miklu áfalli. Þeir þarfnast tafarlausrar áfallahjálpar og persónulegrar, einstaklingsmiðaðrar aðstoðar fagfólks. Fólkið þarf líka fjárhagsaðstoð til að geta keypt sér mat og aðrar nauðsynjar. Börnunum er nauðsyn að komast sem fyrst í leik- og grunnskóla, í frístund og tómstundir. Afar mikilvægt að þau geti farið að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi í öruggum aðstæðum sem allra fyrst til að endurheimta hugarró. Nú verður Reykjavíkurborg að standa sig Ég óska eftir því að fram fari ítarleg umræða í borgarstjórn um hvernig Reykjavíkurborg ætlar að haga fjölþættri og yfirgripsmikilli aðstoð sinni við flóttamennina og börnin þeirra. Þessi umræða er mjög brýn nú ekki síst í ljósi þess að nú þegar eru langir biðlistar eftir aðstoð af öllu tagi í Reykjavík og biðlistinn eftir félagslegu og sértæku húsnæði er langur. Nú bætist við stór hópur flóttamanna í mikilli þörf og þessu fólki má Reykjavík ekki bregðast. Á sama tíma er ekki hægt að ætlast til að þeim sem beðið hafa vikum og mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu, börnum, öryrkjum, fátækum, heimilislausum og eldra fólki, verði ýtt til hliðar og þau látin bíða enn lengur. Þess vegna er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg setji sig í stellingar og hugsi þessi mál upp á nýtt. Sú staða sem komin er upp kallar á endurskoðun á fjölmörgu ekki síst hvernig útdeila á fjármagni. Kallað er eftir nýrri hugsun og nýrri nálgun sem setur fólk í fyrsta sæti en sópar ekki vandamálum undir teppið. Fólkið fyrst og svo allt hitt! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun