Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2022 16:09 Helga Guðmundsdóttir var heiðursborgari Bolungarvíkur. Ágúst Atlason Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs.
Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38