Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 10:27 Gosið var mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm. Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01