Til vinnuveitenda Kolbrún Stígsdóttir skrifar 21. mars 2022 08:01 Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Helstu einkenni sjúkdómsins eru slæmir túrverkir, miklar blæðingar, ristilkrampar og orkuleysi, en það er mismundandi hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Fullt af öðrum einkennum geta komið fram og þá fer það eftir því hvar endómetríósan er í líkamanum. Sjúkdómurinn lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að endómetríósu frumur eru ekki þær sömu og finnast í innra lagi legs þó áþekktar séu og hegðar sér á svipaðan hátt. Þessar frumur bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda bólgum. Blóðið sem kemur frá frumunum kemst ekki út úr líkamanum og þar með geta myndast blöðrur á þeim stöðum sem endómetríósa er til staðar. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra. Allt þetta getur valdið miklum sársauka. Einkenni endómetríósu eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir mikla sársauka á meðan aðrir eru á miklum blæðingum. Túrverkir okkar eiga lítið skylt við venjulega túrverki því við getum verið með túrverki á ótrúlegustu stöðum í líkamanum. Sumt fólk talar um að túrverkirnir séu eins og hríðaverkir, sumt fólk upplifir að það sé verið að stinga þau endalaust í kviðinn og sumt fólk upplifir verki sem tengjast vöðvaspennu. Einnig geta bólgur sem endómetríósan veldur klemmt taugar og valdið þar með miklum verkjum. Það getur verið erfitt að sitja, standa eða liggja. Vöðvar í líkamanum geta verið svo stífir að hreyfigetan er skert. Endómetríósan hefur líka gífurleg áhrif á meltingarfærin sem getur orsakað mikla ristilkrampa, hægðatregðu og niðurgang. Einnig fylgir sjúkdómnum mikið orkuleysi. Hvað getur þú gert sem vinnuveitandi? Mikilvægt er að opna möguleika á samtal við starfsmann þinn um veikindin og hvernig þau geta haft áhrif á frammistöðu. Með því eykst skilningurinn á hverju þið megið bæði búast við. Skilningurinn er mikilvægur til að tryggja vellíðan á vinnustaðnum. Þú getur aðlagað starfið að getu starfsmannsins með því að bjóða upp á sveigjanleika og tækifæri til að vinna heima þegar við á. Sýna endurteknum læknisheimsóknum og skammtímaveikindum skilning. Ef starfsmenn fá mat í vinnunni þá er mikilvægt að mæta þörfum fólks með endómetríósu því sumar matartegundir geta ýtt undir einkenni. Að vera með þægilega sófa og hitapoka getur hjálpað fólki með endómetríósu. Þá er hægt að leggjast út af á meðan beðið er eftir að verkjalyfin virki. Einnig geta hitapokar auðveldað fólki með endómetríósu að vinna sín verkefni ef vinna snýst um að sitja fyrir framan tölvuna. Það er margt hægt að gera til þess að auðvelda fólk með endómetríósu að vinna sína vinnu en það mikilvægasta er að hlusta á það og finna lausnir með því. Þegar veikindin eru farin að hafa veruleg áhrif á starfsgetuna er mikilvægt að ræða við starfsmanninn og sýna honum skilning. Það gæti verið gott að minnka starfshlutfallið og að starfsmaðurinn geti verið í veikindaleyfi á móti. Jafnvel þyrfti starfsmaðurinn kannski að fara í veikindaleyfi í nokkrar vikur á meðan verið er að vinna í hans málum hjá lækni. Að komast til læknis sem þekkir mjög vel inn á endómetríósu og afleiðingar hennar er nauðsynlegt. Hægt er að fara í aðgerðir sem gerir það að verkum að fólk nær að snúa sterkt aftur til vinnul og veikindadögum fækkar snarlega. Þó svo að sjúkdómurinn hafi veruleg áhrif á lífsgæðin og starfsgetuna þá þarf það ekki að vera varanlegt ástand því tækninni í aðgerðum hefur fleygt fram. Þá er sérstaklega mikilvægt að komast til færustu læknanna, en það getur því miður verið erfitt. Í dag eru margir með endómetríósu að borga allt upp í 1,2 milljónir úr eigin vasa fyrir aðgerðirnar sínar til þess að tryggja sér betri lífsgæði og geta tekið virkan þátt á vinnumarkaðnum. Eins og gefur að skilja er mikilvægt að vinnuveitendur þekki til sjúkdómsins og taki virkan þátt í að berjast fyrir bættri þjónustu. Við þurfum á ykkur að halda til að tryggja að frábæra starfsfólkið ykkar lendi ekki í því að þurfa að hætta að vinna. Ráðstefnan Endó: ekki bara slæmir túrverkir Þann 28. Mars næst komandi mun Samtökin halda ráðstefnu á Hilton Hóteli. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér sjúkdóminn til að kaupa sér miða á ráðstefnuna en hægt er að kaupa miða hér. Ráðstefnan er haldin til þess að auka skilning á því hversu flókinn sjúkdómurinn getur verið og hversu mikilvægt að bjóða upp á góða þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna hér. Höfundurinn er formaður Samtaka um endómetríósu og greindist með endómetríósu 34 ára gömul eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 21 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann. Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem veldur margvíslegum einkennum. Sjúkdómurinn hefur mismikil áhrif á daglegt líf fólks. Helstu einkenni sjúkdómsins eru slæmir túrverkir, miklar blæðingar, ristilkrampar og orkuleysi, en það er mismundandi hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Fullt af öðrum einkennum geta komið fram og þá fer það eftir því hvar endómetríósan er í líkamanum. Sjúkdómurinn lýsir sér á þann veg að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að endómetríósu frumur eru ekki þær sömu og finnast í innra lagi legs þó áþekktar séu og hegðar sér á svipaðan hátt. Þessar frumur bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda bólgum. Blóðið sem kemur frá frumunum kemst ekki út úr líkamanum og þar með geta myndast blöðrur á þeim stöðum sem endómetríósa er til staðar. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra. Allt þetta getur valdið miklum sársauka. Einkenni endómetríósu eru einstaklingsbundin. Sumt fólk upplifir mikla sársauka á meðan aðrir eru á miklum blæðingum. Túrverkir okkar eiga lítið skylt við venjulega túrverki því við getum verið með túrverki á ótrúlegustu stöðum í líkamanum. Sumt fólk talar um að túrverkirnir séu eins og hríðaverkir, sumt fólk upplifir að það sé verið að stinga þau endalaust í kviðinn og sumt fólk upplifir verki sem tengjast vöðvaspennu. Einnig geta bólgur sem endómetríósan veldur klemmt taugar og valdið þar með miklum verkjum. Það getur verið erfitt að sitja, standa eða liggja. Vöðvar í líkamanum geta verið svo stífir að hreyfigetan er skert. Endómetríósan hefur líka gífurleg áhrif á meltingarfærin sem getur orsakað mikla ristilkrampa, hægðatregðu og niðurgang. Einnig fylgir sjúkdómnum mikið orkuleysi. Hvað getur þú gert sem vinnuveitandi? Mikilvægt er að opna möguleika á samtal við starfsmann þinn um veikindin og hvernig þau geta haft áhrif á frammistöðu. Með því eykst skilningurinn á hverju þið megið bæði búast við. Skilningurinn er mikilvægur til að tryggja vellíðan á vinnustaðnum. Þú getur aðlagað starfið að getu starfsmannsins með því að bjóða upp á sveigjanleika og tækifæri til að vinna heima þegar við á. Sýna endurteknum læknisheimsóknum og skammtímaveikindum skilning. Ef starfsmenn fá mat í vinnunni þá er mikilvægt að mæta þörfum fólks með endómetríósu því sumar matartegundir geta ýtt undir einkenni. Að vera með þægilega sófa og hitapoka getur hjálpað fólki með endómetríósu. Þá er hægt að leggjast út af á meðan beðið er eftir að verkjalyfin virki. Einnig geta hitapokar auðveldað fólki með endómetríósu að vinna sín verkefni ef vinna snýst um að sitja fyrir framan tölvuna. Það er margt hægt að gera til þess að auðvelda fólk með endómetríósu að vinna sína vinnu en það mikilvægasta er að hlusta á það og finna lausnir með því. Þegar veikindin eru farin að hafa veruleg áhrif á starfsgetuna er mikilvægt að ræða við starfsmanninn og sýna honum skilning. Það gæti verið gott að minnka starfshlutfallið og að starfsmaðurinn geti verið í veikindaleyfi á móti. Jafnvel þyrfti starfsmaðurinn kannski að fara í veikindaleyfi í nokkrar vikur á meðan verið er að vinna í hans málum hjá lækni. Að komast til læknis sem þekkir mjög vel inn á endómetríósu og afleiðingar hennar er nauðsynlegt. Hægt er að fara í aðgerðir sem gerir það að verkum að fólk nær að snúa sterkt aftur til vinnul og veikindadögum fækkar snarlega. Þó svo að sjúkdómurinn hafi veruleg áhrif á lífsgæðin og starfsgetuna þá þarf það ekki að vera varanlegt ástand því tækninni í aðgerðum hefur fleygt fram. Þá er sérstaklega mikilvægt að komast til færustu læknanna, en það getur því miður verið erfitt. Í dag eru margir með endómetríósu að borga allt upp í 1,2 milljónir úr eigin vasa fyrir aðgerðirnar sínar til þess að tryggja sér betri lífsgæði og geta tekið virkan þátt á vinnumarkaðnum. Eins og gefur að skilja er mikilvægt að vinnuveitendur þekki til sjúkdómsins og taki virkan þátt í að berjast fyrir bættri þjónustu. Við þurfum á ykkur að halda til að tryggja að frábæra starfsfólkið ykkar lendi ekki í því að þurfa að hætta að vinna. Ráðstefnan Endó: ekki bara slæmir túrverkir Þann 28. Mars næst komandi mun Samtökin halda ráðstefnu á Hilton Hóteli. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér sjúkdóminn til að kaupa sér miða á ráðstefnuna en hægt er að kaupa miða hér. Ráðstefnan er haldin til þess að auka skilning á því hversu flókinn sjúkdómurinn getur verið og hversu mikilvægt að bjóða upp á góða þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna hér. Höfundurinn er formaður Samtaka um endómetríósu og greindist með endómetríósu 34 ára gömul eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 21 ár.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun